Brúnka

Hráefni

3 stór egg

1 tsk hrein vanilla

12 döðlur

1/4 bolli möndlumjólk

25 g vegan smjör

60 g möndlumjöl

30 g kakó

pínu salt

1/4 bolli súkkulaði, 85-100%

1/2 bolli pecan hnetur, saxaðar

Aðferð

Bræðið smjörið og kælið. Saxið súkkulaði og hnetur.

Setjið döðlur og möndlumjólk í blandara og maukið.

Pískið eggin vel með vanillu og salti. Hellið smjörinu saman við og pískið áfram. Síðan er döðlumaukið pískað saman við.

Blandið möndlumjöli og kakói vel saman við með sleif og að síðustu hnetum og súkkulaði.

Hellið blöndunni í form klætt með bökunarpappír og bakið við 175 gráður í 20-25 mínútur. Misjafnt eftir ofnum. Gætið þess að ofbaka hana ekki, ekki margir sem vilja þurra brúnku.

Ath. Það er mjög gott að nota 100% appelsínusúkkulaði frá Montezuma í þessa brúnku. Allavega fyrir þá sem finnst appelsínubragð gott. Hvaða dökkt súkkulaði sem er virkar.

Gott að bera fram með hafra- eða kókosrjóma og skreyta að vild. Ljómandi fínar einar og sér líka.

Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.