Bombay kartöflur

Uppskriftin er gerð í samstarfi við VAXA.

Hráefni

3-400 g kartöflur, smáar

3-400 g tómatar, ég nota tómata sem eru orðnir linir, afganga t.d.

6 hvítlauksrif

1 lúka ferskur kóríander, frá VAXA

1 chilli, rautt

12 karrílauf, fersk eða frosin

1 tsk indverskt krydd, frá Kryddhúsinu

1/2 tsk chilli, frá Kryddhúsinu

1/2 tsk cumin, frá Kryddhúsinu

1 dl ólífuolía

salt og svartur pipar

Aðferð

Þvoið kartöflurnar vel og skerið í tvennt.

Skerið tómatana í grófa báta og chilli í þunnar sneiðar. Þeir sem eru viðkvæmir fyrir að matur sé of sterkur ættu að fræhreinsa það fyrst.

Hreinsið hvítlaukinn og setjið hann ásamt ólífuolíunni og kóríandernum í blandara. Maukið.

Hellið hvítlauks og kóríanderolíunni á heita pönnu og látið chilli-ið malla í henni í stutta stund. Næst fara kartöflurnar á pönnuna og steikið þar til þær hafa aðeins tekið lit.

Bætið kryddi og karrílaufum út í og síðast tómötunum.

Látið malla við vægan hita í u.þ.b. 15 mínútur. Hrærið annað slagið í blöndunni og smakkið til.

Ath. að hvorki er mikilvægt að magn af kartöflum né tómötum sé nákvæmt. Best að nýta bara þá afganga sem maður á.

Hér sem meðlæti með villtum laxi.

Bombay kartöflur eru mjög góðar með fiski, en henta líka sem meðlæti með öðru grænmeti eða kjöti.

Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.