Bókhveitigrautur með Ceylon kanil 

Hráefni

1/2 bolli bókhveitiflögur (eða bókhveitikorn)

2-3 bollar möndlumjólk (eða önnur jurtamjólk)

1/4 bolli poppað kínúa

3 msk fræblanda, frá Rapunzel

3 msk blandaðar hnetur, frá Rapunzel (ég notaði valhnetur, pecan og möndlur)

1 tsk ceylon kanill frá Kryddhúsinu

1/2 tsk hreint vanilluduft, frá Rapunzel

1/4 tsk salt

5 dropar karamellu stevía, frá Good Good (má sleppa)

Uppskriftin er unnin í samstarfi við Rapunzel, Kryddhúsið og Good Good.

Aðferð

Setjið möndlumjólkina og bókhveitiflögurnar í pott og sjóðið við lágan hita í 2-3 mínútur. Hrærið kanil, vanillu og salt saman við í lokin. Takið pottinn af hellunni og blandið poppuðu kínúa, fræjum og hnetum saman við. Ef þið viljið hafa grautinn sætari mæli ég heils hugar með karamellu stevíunni frá Good Good.

Berið fram með berjum, ávöxtum eða einfaldlega því sem ykkur þykir gott.

Ef þið notið heil bókhveitikorn þarf að láta þau liggja í bleyti í nokkra klukkutíma áður en grauturinn er soðinn og suðutíminn er þá um 15-20. 

Það er misjafnt hversu þykkan graut fólk vill. Í þessari uppskrift er hann nokkuð þykkur, því mér finnst gott að hafa möndlumjólk út á. Ef þið viljið þunnan graut notið þið einfaldlega meiri jurtamjólk.

Á þessari mynd eru eingöngu sesamfræ notuð saman við grautinn. Hvorki poppað kínúa, fræ, né hnetur. En út á hann setti ég smá möndlu- og heslihnetusmjör, sesamfræ, graskersfræ, og granateplakjarna. Mjög ljúffengt líka.

Uppskriftin er unnin í samstarfi við Rapunzel, Kryddhúsið. og Good Good.

Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.