Hráefni
1 hluti gin
2 hlutar sódavatn
klakar úr blóðappelsínusafa
þurrkaðar blóðappelsínusneiðar (ekki nauðsynlegt)
Aðferð
Setjið blóðappelsínuklakana í hanastélsglas. Eða hvaða glas sem ykkur hugnast. Hellið gininu yfir klakana og síðan sódavatni. Skreytið með þurrkuðum blóðappelsínum. Klakarnir bráðna hratt og gera drykkinn bleikan.
Til að þurrka blóðappelsínusneiðarnar raðið sneiðunum á ofngrind og hafið þær í ofninum yfir nótt við lægsta hitastig. Hitastigið er aðeins misjafnt milli ofna, en má alls ekki vera hærra en 70°C. Þær geymast lengi í frysti.
Má skipta gininu út fyrir vodka og svo er þetta er fínasti drykkur án áfengis líka.
Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.