Hráefni
50 g bláber, jarðarber og granatepli, eða ykkar uppáhalds ber og ávextir
1 ferna eða dós kókosmjólk
6 hindber
1/2 tsk vanilla
10 g 85% dökkt súkkulaði
Aðferð
Hreinsið perlurnar úr granateplinu og skerið jarðarberin í bita.
Þeytið kókosrjómann og gætið þess að bæði skál og kókosmjólk séu köld. Ég nota allt úr fernunni, en það er smekksatriði. Sumir nota aðeins þykka hlutann.
Þegar rjóminn er orðinn vel þeyttur bætið vanillu og einu og einu hindberi í einu út í hann. Þeytið áfram þar til berin hafa samlagast og hann er orðinn fallega bleikur.
Setjið berjablönduna og hindberjarjómann í glas eða skál og spænið súkkulaði yfir.
Hindberjarjómi fyrra video:
Hindberjarjómi seinna video
Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.