Hráefni
2 og 1/4 bolli möndlumjöl (ekki fínmalað, þá verður það of hart)
5 msk tapioka
2 msk stevíuduft, frá Good Good
1 tsk vínsteinslyftiduft
pínu salt
1 tsk hreint vanilluduft
2 msk kókosolía, lyktar- og bragðlaus
1 egg
1/4 bolli möndlumjólk (eða önnur jurtamjólk)
1/4 bolli möndlur
Aðferð
Forhitið ofninn í 150 gráður.
Bræðið kókosolíuna og látið hana kólna
Saxið möndlurnar gróft.
Blandið þurrefnunum saman í stóra skál, möndlumjöli, tapioka, stevíudufti, vínsteinslyftidufti, salti og vanillu.
Setjið egg, kókosolíu og möndlumjólk út í skálina og blandið öllu vel saman. Mér finnst best að nota hendurnar. Hnoðið þar til deigið hangir vel saman og er ekki kekkjótt. Ekki hnoða of mikið samt. Setjið að síðustu möndlurnar saman við.
Mótið deigið í tvær aflangar lengjur og setjið á bökunarplötu.
Bakið við 150 gráður í 20-25 mínútur.
Takið lengjurnar úr ofninum og látið þær kólna í hálftíma. Lækkið ofnhitann í 120 gráður.
Skerið lengjurnar niður í sneiðar með brauðhníf. Farið varlega því deigið getur molnað.
Raðið sneiðunum á bökunarplötu og setjið þær í ofninn. Bakið við þennan lága hita í 30-40 mínútur. Þær eiga ekki að brúnast, bara þorna svo þær séu stökkar að utan en aðeins mjúkar innan í.
Ath. að hiti ofna getur verið mjög misjafn svo þetta er uppskrift þar sem maður verður að prófa sig áfram með nákvæma tímalengd.
Það getur verið gott að setja smá ferskan sítrónusafa út í þessa grunnuppskrift og/eða hálfa teskeið af kanil.
Einnig er hægt að nota pistasíur í staðinn fyrir möndlur.
Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.