Ég borða nánast aldrei banana því þeir eru of sætir fyrir mig. Ef ég borða meira en 1/4 af banana bólgna á mér fingurnir. Þetta bananabrauð er mjög vinsælt á heimilinu og allt í lagi fyrir mig að fá mér eina sneið, enda ekki eins margir bananar og í flestum uppskriftum og ekkert annað sætuefni. Hvorki döðlur, hunang, hlynsýróp né agave.
Hráefni
1 msk chia fræ
2 msk vatn
2 bananar, þroskaðir
2 msk olífuolía
1 tsk kanill
2 tsk matarsódi
1 tsk vínsteinslyftiduft
1/2 tsk salt
1/4 bolli möndlumjólk
1 bolli haframjöl
3/4 bolli möndlumjöl
1/4 bolli tapiokamjöl
Aðferð
Setjið chia fræin og vatnið í stóra skál og blandið vel saman. Látið bíða í 5 mínútur.
Stappið bananana.
Hrærið ólífuolíunni vel saman við chia eggið (chia fræ og vatn) í skálinni og blandið síðan kanil og lyftiefnum saman við. Því næst koma bananarnir og möndlumjólkin.
Hrærið þurrefnin saman við með sleif.
Klæðið brauðform að innan með bökunarpappír og setjið deigið í það. Bakið við 180 gráður í 35 mínútur.
Það er hægt að tvöfalda uppskriftina svo þið fáið tvö bananabrauð og einnig má nota þetta deig til að búa til muffins.
Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.