Hráefni
300 g avocado, ferskt eða frosið
1 msk saxaður rauðlaukur
1 msk af söxuðum, ferskum kóríander, eða eftir smekk
1/2 sítróna, rifinn börkur
1/2 límóna, safinn úr henni
1 hvítlauksrif
Aðferð
Hreinsið og maukið avocado-ið. Ég nota kartöflustappara til að mauka það en það er líka hægt að nota gaffal, eða jafnvel hrærivél.
Saxið rauðlauk og kóríander.
Blandið öllu saman í skál og setjið límónusafa og rifinn sítrónubörk saman við.
Sumir nota saxaða papriku, tómata eða chilli í avocado og meira krydd, en mér finnst það gott svona einfalt. Algjört smekksatriði og lengi hægt að leika sér með grunninn.

Avocadomaukið er t.d. hægt að nota á glútenlausar vefjur með vegan hakksósu.
Nú eða á sætkartöflusnittur.
Mér finnst líka gott að nota það sem álegg og með ýmsum réttum. Verði ykkur að góðu!
Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.