Kaka með valhnetum, tamari möndlum og súkkulaði
Hráefni
2 chia egg (2 msk chia fræ og 5 msk vatn)
1/4 bolli möndlumjólk
2 msk eplaedik
1 msk olía
2 msk steviuduft
5 monk fruit dropar
1/2 tsk sjávarsalt
2 tsk vanilla
2 tsk matarsódi
1 tsk vínsteinslyftiduft
1 bolli kjúklingabaunamjöl
1 bolli fínt möndlumjöl
1/2 bolli tapioka
1/2 bolli hrísmjöl
1og 1/2 bolli möndlumjólk
1 bolli valhnetur og tamari möndlur
40 g dökkt súkkulaði
Aðferð
Hitið ofninn í 170 gráður.
Setjið chia fræ og vatn í stóra skál, hrærið saman og látið bíða í fimm mínútur.
Setjið eplaedikið út í 1/4 bolla af möndlumjólk og látið líka bíða í fimm mínútur.
Saxið hneturnar og súkkulaðið.
Blandið þurrefnunum; fínu möndlumjöli, kjúklingabaunamjöli, hrísmjöli og tapioka saman í aðra skál.
Hrærið olíunni saman við chia eggið og síðan sætuefnunum. Hellið ediks- og möndlumjólkurblöndunni út í og hrærið vel saman. Því næst eru lyftiefnin hrærð saman við og athugið að þá freyðir blandan. Þannig á það að vera.
Blandið eina og hálfa bollanum af möndlumjólk saman við og síðan þurrefnunum. Hrærið vel saman með sleif þar til deigið hangir saman og er ekki kekkjótt. Hrærið að lokum hneturnar og súkkulaðið saman við.
Bakið í kringlóttu smelluformi í 30 mínútur.
Látið kökuna kólna áður en hún er skreytt með þeyttum kókosrjóma og berjum. Í þessu tilfelli notaði ég jarðarber til að líkja eftir enska fánanum, í tilefni af fótboltaleiknum í kvöld. ÁFRAM ENGLAND!
Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.